10.2.2008 | 18:03
svaðilförin mikla í bústaðinn
annars var helgin mjög góð og ég segji kannski betur frá henni á morgun bæ í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2007 | 19:44
jóla bara allveg að koma
og já mig hlakkar ekki til jólana, er búin að klára að baka og svona. það er fullt sem er eftir og íbúðin er í rúst ég á bara enga orku eftir til að klára að þrífa eftir þessi veikindi sem að eru búin að vera í gangi hérna. en þau eru loksins að verða búin. svo að ég get farið að setja þau aftur í leikskólan sem betur fer. en það er sko ekki auðvelt að vera að baka og taka til með þau hérna hlaupandi í kringum mig. enda voru það nokkrar plötur sem brunnu hehe.
en já victoria var að byrja á sýklalyfjum í dag, hún fór með mömmu uppá læknavakt og þá kom í ljós að hún var komin með bullandi eyrnabólgu báðum megin voða gaman, ekki var ég búin að gera ráð fyrir þessu í fjármálunum svo að jólatrés peningarnir fóru í lyfja kostnað. svo að við höfum ekkert jólatré um jólin nema að ég nái að redda einhverju tréi. hvernig sem að ég fer að því.
svo hlakkar mig ekkert mikið til jólana verð hérna ein með krakkana og það á eftir að vera stríð hérna á milli okkar. ef þetta verður eins og fyrra þá eiga þau ekki eftir að geta borðað og vilja bara pona pakkana en ég verð bara að vera leiðinleg og stoppa þau, ég vil fá að borða minn jólamat í rólegheitum, enda skilja þau varla enþá um hvað jólin snúast , þau vita það bara að þau fá fullt af pökkum og það er mest spennandi hjá þeim. þau eru búin að vera heppin með jólasveininn þessa dagana en í kvöld breyttist það þá kemur kartaflan í skóin enda eiga þau ekki annað skilið eftir þessa hegðun í dag hjá þeim. það verður gaman að sjá svipin á þeim á morgun, hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 23:54
hugsunarleysi
í dag fékk ég sms sem mér var mjög brugðið við að lesa. í því stóð "þú ert tík þetta er ##### ég þoli þig ekki". þetta átti að hafa komið frá vinkonu minni. svo þegar að ég talaði við hana þá sagi hún að vinkona hennar hefði sent þetta, og þetta hefði bara verið djók þar sem að þær voru einhvað að fíflast.
þeim fannst þetta fyndið en ekki mér, mér fannst þetta vera hugsunar leysi að senda svona sms þegar að þú veist ekki hvernig hinn aðildin myndi taka þessu. ég er líka að spá hvort að það hafi ekkert verið að hugsa um mínar tilfingra og hvað mér fyndist um þetta. er ég ekki meira virði í þeirra augum en þetta. það má eiginlega segja að það var þeirra heppni að ég var í dauðuskapi í dag og skítsama um allt þessa vegna skipti þetta mig ekki miklu máli en særir samt. hefði ég verið pirruð svona eins og ég er venjulega þá hefði ég örruglega orðið brjáluð.
en mig langar bara spyrja ykkur að einu stelpur, hver var tilgangurinn með þessu og er ég svona lítils virði í ykkar augum að ykkur finnst þetta í lagi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 22:52
vinkonur taka 2
í færsluni sem að ég seti hérna í gær vantai hluta , veit ekki hvernig stendur á því en svona átti færslan að vera.
ég hef mikið verið að spá í núna hvað sannar vinkonur séu. hvað gerir þær að raunverulegum vinkonum. myndi maður sætta sig við að vinkonur manns séu að baktala mann og koma ekki fram við mann að virðingu. ég var sjálf að átta mig á því að ég á bara 2 vinkonur sem að ég get talað við um allt og þær styðja mig og hjálpa og dæma mig ekki eins og aðrar vinkonur mínar gera ef vinkonur er hægt að kalla. ég hef átt í miklum andlegur vandræðum núna uppá síðkastið enda lífið ekki gengið eins og það ætti að gera og á þessum tíma þá hef ég fundið hvernig vinkonur mínar eru hverjar forðast mig til að þurfa ekki að hlusta á mig grenja og hverjar koma til mín og bjóða mér öxl til að gráta á.og sumar vinkonur eru bara mest að nota mann, ég á líka svoleiðis vinkonur stundum er maður nógu góður til að tala við þær og stundum ekki, þær vilja helst tala við mann þegar að þeim hentar og þegar þeim vantar einhvað og eða vantar hjálp við einhvað. svoleiðis vinkonur þarf engin á að halda.
svo á ég líka eina vinkonu sem að ég get varla kallað vinkonu vegna þess að hún er einhvað meir en það, við erum alltof oft að hugsa það sama samt langar mig stundum bara að taka hana og drepa hana, vegna þess hvernig hún lætur stundum, held ég sé að verða mamma hennar frekar heldur en vinkona hehe. við erum búnar að þekkjast í 7 ár núna töluðum reyndar ekki saman í allt of langan tíma á meðan að ég var með mínum fyrrverandi, enda taldi hann hana ekki góðan félagskap. gæti haft slæm áhrif á engil mig sko hehe. en svo byrjuðum við að tala saman aftur haustið 2005. hittumst fyrir utan mæðrastyrkst nefnd. og síðan þá hefur samband okkar verið stöðugt enda á ég henni margt að þakka og hún hefur alltaf hjálpað mér eins og hún getur með krakkana og annað. enda á ég aldrei eftir að getað borga þessa hjálp til baka. og á ég ekki til nógu mörg orð til að lýsa þakklæti mínu til hennar. ég vona bara að hún verði í lífi mínu og barnanna eins lengi og hægt er. enda er hún eins og önnur móðir barnanna minna. og dóttir mín elskar hana svo mikið út af því að þær elska báðar bleikan svo mikið. (já guðrún ég á ennþá eftir að berja þig fyrir að koma dóttur minni inná bleikan)en samt elska ég þig ástin mín hehe. og takk fyrir allt sem að þú hefur gert fyrir okkur í gegnum tíðina.
og svo er það hún sigrún, held að ég þurfi ekki að segja meir lol.
og svo er það hún tobba traust vinkona sem hægt er að treysta á.
svo að hef bara þetta að segja takk tobba og sigrún fyrir að vera vinkonur sem hægt er að treysta á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2007 | 23:54
vinkonur
ég hef mikið verið að spá í núna hvað sannar vinkonur séu. hvað gerir þær að raunverulegum vinkonum. myndi maður sætta sig við að vinkonur manns séu að baktala mann og koma ekki fram við mann að virðingu. ég var sjálf að átta mig á því að ég á bara 2 vinkonur sem að ég get talað við um allt og þær styðja mig og hjálpa og dæma mig ekki eins og aðrar vinkonur mínar gera ef vinkonur er hægt að kalla. ég hef átt í miklum andlegur vandræðum núna uppá síðkastið enda lífið ekki gengið eins og það ætti að gera og á þessum tíma þá hef ég fundið hvernig vinkonur mínar eru hverjar forðast mig til að þurfa ekki að hlusta á mig grenja og hverjar koma til mín og bjóða mér öxl til að gráta á.
og sumar vinkonur eru bara mest að nota mann, ég á líka svoleiðis vinkonur stundum er maður nógu góður til að tala við þær og stundum ekki, þær vilja helst tala við mann þegar að þeim hentar og þegar þeim vantar einhvað og eða vantar hjálp við einhvað. svoleiðis vinkonur þarf engin á að halda.
svo að ég hef bara þetta segja sigrún og tobba takk fyrir að vinkonur sem styðja mig og hjálpa mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2007 | 19:08
ÉG VAR REKIN
já ég var sko rekin, ég sem hélt að ég væri að standa mig svo vel en nei þeim fannst annað, ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu held að ég haldi starfinu þangað til að það verður búið að finna staðgengil fyrir mig. hvernig sem að þeim tekst það. ég er búin að reyna að vera í þessari vinnu í 5 ár núna og það verður bara erfiðara með hverju árinu sem líður, en það þýðir sko ekki fyrir þau að reyna að endurráða mig ónei, þá verða þau að redda mér launa hækkun.
en svona um hvernig þetta allt byrjaði, þá voru þau ekki sátt við kvöldmatinn og voru einhvað að kvarta, þau vildu fá Disney pasta en ekki venjulegt og það varð smá rifrildi úr þessu og ég bara gaf mig ekki ætlaði sko ekki að fara að elda sér pasta handa þeim. hafði ekki alveg tíma til þess þar sem að ég var að klára að bóna gólfið á 2 herbergjum. og þá bara báðu þau mig um að vera ekki mamma sín lengur og ég bara ha. victoria bað mig um að finna einhvern annan til að elda handa þeim næst ég væri bara ekki að standa mig, ég á ekki að vera að þrífa ég á bara að elda góðan mat handa þeim.
svo að núna er ég atvinnulaus og börnin mín heimilislaus, þau eru reyndar ekki að samþykkja það. ég á flytja út en ég bara benti þeim á það að það væri ég sem að borgaði leiguna svo að þau gætu farið en þetta leysist vonandi í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2007 | 18:53
ég hata jólaskraut
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 09:23
listinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2007 | 21:16
óréttlæti
á mánudaginn fékk ég símtal frá vinkonu minni sem að ég trúði ekki allveg strax. hún sagði mér að 5 vinir okkar hefðu verið rekna og hent út á götuna. peninga lausir og alls lausir og áttu ekki að fá sín laun borguð.
en það sem varð víst til þess að þeirr voru reknir var að þeir voru seinnir að koma sér af stað í vinnu á sunnudeginum enda ekki nema von þar sem að þeir voru að halda uppá afmæli hjá einum þeira. og verkið var á eftir áætlun. samt ekki skrítið þar sem að það er ekki hægt að treysta á íslenskt veður alltaf og vinnan gengur oft hægt í verra veðri.
þegar að ég hitti strákana á mánudagskvöldið þá voru þeir allveg í kásu vissu ekkert hvernig þeir ættu að komast heim eða hvar þeir ættu að búa en húsnæðinu var ekkert mál að redda en annað með peningin en með miklu tuði og veseni tóks að fá þetta fólk til að borga þeim það sem þeir áttu inni en reyndar þá fengu þeir bara 26.000 á mann og átti það að vera fyrir 2 mánaða vinnu. og svo með meira tuði og veseni þá fengu þeir meiri pening sem dugði þeim fyrir miðanum heim og smá mat þangað til að þeir færu. en samt vilja þeir auðvitað fá allt sem að þeir eiga inni hjá þeim borgað. held að hver sem er skilji það.
ekki gaman að snúa aftur heim og eiga ekki neitt þegar að þeir áttu von á að eiga allavega einhvern pening.
þessir strákar eru frá litháen og eru bestu skinn allaveg þori ég hiklaust að hleypa þeim inná mitt heimili en þeir eru reyndar ekki hérna núna þar sem að börnin eru heima. enda býðu búðin mín ekki uppá mikið plás fyrir fleiri en okkur 4. en núna eru þeir heima hjá vinkonu minni og býða eftir að komast heim og eru að reyna að fá sín laun borguð.
en svo lentu þeir í því fyrir um það bill 45 min síðan að þeim var hreinlega hótað og reyndar vinkonu minni líka sem hefur ekkert gert eða sagt nema að reyna að hjálpa þeim.þeim var bent á það ef að þau kæmu aftur nálægt byggingar svæðinu þá myndi eigandin sem er þjóðþekktur einstaklingur sjá til þess að einhvað kæmi fyrir þau. ég ætla ekki nafngreina þennan mann strax en hika ekki við að gera það ef þess þarf. vinkona mín er reyndar búin að senda honum email og spyrja út í það hvort að þetta sé satt sem henni var hótað hvort að hann legji virkilega nafn sitt við svona hátarlag eina sem að strákarnir vilja er að fá sín laun og ekkert annað. þeir vilja ekki vera með nein illindi eða neitt. ef að þetta væru menn sem að væru búnir að vera að gera einhvað af sér hérna á landi þá myndi ég allveg skilja þetta næstum því en þessir menn komu bara hingað til að vinna og ekkert annað. þeir eru ekki hluti af þessu útlendingum eru að ræna eða nauðga þetta eru hin bestu skinn. enda kem ég til með að sakna þeirra en þeir eiga ekki von á því að koma til íslands aftur enda er áhugin ekki mikil eins og er og skil ég það mjög vel. en það verður gaman að sjá hvað þessi maður hefur að segja um þessar hótanir sem eiga að koma frá honum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
amo te muito
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar