10.2.2008 | 18:03
svaðilförin mikla í bústaðinn
jæja helgin okkar sólrúnar sem átti að vera afslöppunar helgi og voða róleg og góð endaði örvísi en ætlað var.planið var að leggja af stað úr bænum fyrir klukkan 3 en þar sem að það tók aðeins lengri tíma að versla en áætlað var og svo þegar að við vorum búnar að því og ætluðum að drífa okkur heim að pakka niður þá hringir gilsi og tilkynnir okkur það að heiðin sé lokuð. og við fengum nett sjokk en fórum að sækja krakkana mína í leikskólann og vonuðum bara að heiðin væri opnuð fljótlega aftur. svo fórum við krakkarnir heim að pakka og svona og ég ákvað að hringja í vegagerðina og reyna að fá að vita hvenær heiðin myndi opna aftur og þá segjir konan að það þrengslin séu opin þannig að við ákváðum að drífa okkur af stað.vorum farnar úr bænum um 5 leitið. reyndar komið brjálað veður en við létum okkur hafa það. vorum svo komnar á selfoss um 7 leitið. drifum okkur svo inná flúðir, en þegar að við vorum að beygja inná aflegjaran inná flúðir þá runnum við næstum út af, en það bjargaðist sem betur fer,svo var ágætis veður þegar að við vorum komnar hjá flúðum en svo þegar að við vorum að verða komnar í sveitina sem að krakkarnir fara í þá runnum við útaf veginum enda glæra hálka og rigning í þokkabót og komið brjálað rok. við hringdum í gugga og hann fékk mann á gröfu til að koma og draga okkur upp og það tókst á endanum. en svo þegar að við vorum að reyna að komast til baka þá rann guggi á okkur og braut hliðar spegillin í mask og rispaði hurðina farþegamegin við fengum smá sjokk við þetta allt saman en svo komum við krökkunum frá okkur og ætluðum beint upp í bústað. en þá var okkur sagt það að það væri varla fært upp í bústað. en okkur var bent á það að við gætum kannski fengið björgunar sveitina til að koma og hjálpa okkur ef að við myndum lenda í meiri vanda, en við ákváðum að reyna að fara á einum bíll og kom gilsi yfir í bílinn til okkar og ætlaði að skilja sinn eftir hjá búðinni. og brunuðum svo af stað í bústaðinn. en þegar að þangað var komið þá sáum við að brekkan upp var bara glærahálka en ætluðum að reyna að komast upp en það endaði ekki betur en það að við runnum heilan hring í brekkunni. og komumst ekki upp. ákváðum svo að fara inná flúðir og sækja bílinn hans gilsa og reyna að komast á honum fyrst og hann var á nagladekkjum.en þegar að inná flúðir var komið þá fattaði gilsi það að hann hafði læst lyklana inní bíll.eftir að hafa talað við lögregluna sem benti honum bara á að brjóta rúðuna, sagði að það væri það eins sem að hægt væri að gera. ákváðum við að kíkja til vinar pabba sólrúnar og gá hvort að hann gæti nokkuð hjálpað. hann kom svo með okkur að bílnum og eftir að hafa reynt í smá tíma að opna þá kom annar heima maður að hjálpa okkur .og sátum við sólrún inní bíl og hlógum mikið af þessu en gilsa fannst þetta ekkert fyndið og gaf okkur bara nokkur fuck merki. en svo á endanum tókst þeim næstum á sama tíma að opna bílinn. eftir að hafa þakkað vel fyrir hjálpin keyrðum við að stað uppí bústað á báðum bílunum ég og sólrún ætluðum bara að skilja hennar bill eftir fyrir neðan brekkuna og fara svo upp með gilsa ef að hann kæmist upp. en svo ákvað sólrún að reyna að fara bara á fullri ferð upp brekkuna og það tókst en runnum svo þegar upp var komið og enduðum á einhverju bilastæði og áttum eftir að finna út í hvaða bústað við ættum að vera í eftir að hafa athugað númerið næstu 2 bústöðum þá komust viða ð því að við vorum bara fyrir framan réttan bústað. og þá kom að því að koma öllu draslinu upp en það var sko ekki auðvelt þar sem að bústaðurinn var hátt uppi og tröppur upp sem voru á kafi í snjó og duttum við nokkrum sinnum á rassinn við að reyna að komast upp. en þetta tókst allt á endanum og vorum við fegin að vera loksins komin alla leið tók bara 5 tíma að komast á leiðar enda.
annars var helgin mjög góð og ég segji kannski betur frá henni á morgun bæ í bili
annars var helgin mjög góð og ég segji kannski betur frá henni á morgun bæ í bili
Um bloggið
amo te muito
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
haha já byrjaði annsi svakalega... hehe en maður hlær bara að þessu og hefur gaman af.. höfum allavegana skemmtilegar sögur að segja frá
Sólrún, 10.2.2008 kl. 21:41
Þið eruð alveg svakalegar elskurnar.
Guðrún Lilja, 14.2.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.